Samantekt um þingmál

Gjaldeyrismál

537. mál á 151. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að endurskoða umgjörð um gjaldeyrismál.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að lögfest verði ný heildarlög um gjaldeyrismál sem þó byggjast í meginatriðum á sömu sjónarmiðum og gildandi lög. Frumvarpið felur í sér tillögur að mikilli einföldun á laga- og regluverki á sviði gjaldeyrismála. Gert er ráð fyrir að gjaldeyrisviðskipti, fjármagnshreyfingar og greiðslur milli landa skuli vera frjáls og án takmarkana nema það valdi óstöðugleika í gengis- og peninga­mál­um. Lagðar eru til takmarkanir á tvenns konar gjaldeyrisviðskiptum, annars vegar takmarkanir í þágu þjóðhagsvarúðar og hins vegar verndunar­ráðstafanir við sér­stakar aðstæður.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, og lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016. Við gildistöku laganna verða jafnframt breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, lögum um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga, nr. 7/2020, lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014, lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013, og lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla

Samþykkt með nokkrum breytingum. Settar voru takmarkanir á heimildir Seðlabanka Íslands til að setja reglur sem takmarka eða stöðva fjármagnshreyfingar milli landa og gjaldeyrisviðskipti.

Aðrar upplýsingar

Starfshópur endurskoðar umgjörð um gjaldeyrismál. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, 18. september 2019.


Síðast breytt 24.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.